Gleðilegt nýtt ár!

Árinu 2020 fer nú senn að ljúka. Aðsókn í Sláturhús Vesturlands jókst til muna og var slátrað rúmlega 2000 gripum. Kjötvinnslan okkar var einnig góð og vorum við með um 10 starfsmenn starfandi í mismunandi starfshlutfalli allt árið. Saltkjöts föturnar okkar slógu aldeilis í gegn og seldust upp í tvígang. Við ljúkum síðan árinu með stæl með því að tilkynna ykkur það að Sláturhús Vesturlands hefur hlotið lífræna vottun frá vottunarstofunni TÚN sem veitir heimild til slátrunar og vinnslu lífrænna afurða á öllu starfssviði fyrirtækisins.

Gleðilegt nýtt ár!

-Starfsmenn Sláturhús Vesturlands